Fréttir

Jólaskemmtun - Litlu jólin - Jólaleyfi.

Fimmtudaginn 17. desember verðu jólaskemmtunardagur hjá nemendum og hátíðarmatur í matsal. Föstudaginn 18. desember verða litlu jólin haldin. Jólaleyfi nemenda hefst mánudaginn 21. desember.
Lesa meira

Tilslakanir á sóttvarnaráðstöfunum frá 10. desember

Ný breyting er komin inn á vef stjórnarráðsins um að 2 metra reglan í skólastarfi fyrir 8. – 10. bekk er afnumin sem og grímuskylda. Ekkert hefur komið um hvort breyting verði á takmörkunum á fjölda nemenda í hóp í 5. – 10. bekk sem væri mjög gott til að samræmi væri í tilkynningu heilbrigðisráðherra frá í gær og reglugerð um takmörkun í skólastarfi. Því munum við halda áfram eins og undanfarið fram að jólafríi að því undanskildu að nemendur á unglingastigi mega nú sleppa grímum og þurfa ekki að sitja/vinna með 2m sín á milli.
Lesa meira

Jólaföndur og gönguferð.

Í 1. bekk opnum við dagatal sem krakkarnir föndruðu á hverjum degi og er viðburður bak við hvern dag. Í gær fórum við jólaljósagönguferð og í dag var jólaföndur.
Lesa meira

Eldvarnaátak

Nemendur í 3. bekk fengu rafræna fræðslu um eldvarnir ásamt skemmtilegum glaðning frá Brunavörnum Suðurnesja í dag. Með pakkanum fengu þau litabók sem gefin er af Lions klúbbum á Íslandi. 3. bekkur þakkar kærlega fyrir sig.
Lesa meira

Litaflokkað viðvörunarkerfi fyrir skólastarf

Markmið nýs litaflokkunarkerfis fyrir skólastarf er að auka fyrirsjáanleika og einfalda skipulag sóttvarnaráðstafana í skóla- og frístundastarfi hér á landi. Litakóðinn tekur mið af almennri litaflokkun almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, „Covid-19 Viðvörunarkerfi“ sem kynnt hefur verið.
Lesa meira

Gjöf frá Slysavarnadeildinni Unu í Garði

Nemendur í 8. bekk fengu góða gjöf frá Slysavarnadeildinni Unu í Garði í dag. Nemendur fengu reykskynjara og bækling um eldvarnir heimila.
Lesa meira

Jólatréð í stofu stendur

Nemendur í 7. bekk settu í dag upp jólatréð á sal skólans eins og hefð er fyrir. Mikil gleði var hjá nemendum og var samvinna hjá þeim til fyrirmyndar.
Lesa meira

Óbreytt skipulag til 9. desember.

Kæru foreldrar og forráðamenn. Við höldum áfram með óbreytt skipulag til 9. desember. Allar sömu sóttvarnaraðgerðir, hólfaskiptingar og takmarkanir og verið hafa undanfarið. Áfram við öll! Stjórnendur Sandgerðisskóla
Lesa meira

Kveikt á jólatrénu með nemendum Sandgerðisskóla

Í dag var kveikt á jólatrénu við Sandgerðisskóla. Vegna þeirra fjöldatakmarkanna sem er í gildi var ekki hefðbundin fjölskylduskemmtun að kvöldi til eins og fyrri ár, heldur var hátíðleg athöfn haldin með nemendum í 1. - 7. bekk í byrjun skóladags. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri ávarpaði nemendur og fékk til sín yngsta nemanda skólans, Arnar Snæ Helgason til að kveikja á jólatrénu. Í framhaldi mættu bræðurnir, Friðrik Dór- og Jón Jónssynir og skemmtu nemendum. Vegna fjöldatakmarkanna var skemmtunin tekin upp og sýnd nemendum á unglingastigi í þeirra heimastofum. Allir nemendur skólans fengu mandarínu og nammipoka í boði Suðurnesjabæjar.
Lesa meira

Barnasáttmáli

Nemendur í 6. bekk unnu með Barnasáttmálann í síðustu viku í tilefni af Degi mannréttinda barna þann 20. nóvember sl. Við horfðum á Línu langsokk og ræddum saman hvernig væri ekki verið að virða barnasáttmálann í þeirri mynd. Út frá því ræddum við hver réttindi barnanna í skólanum okkar séu. Síðan gerðum við veggspjald sem heitir Barnasáttmálinn okkar.
Lesa meira