- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
4. bekkur nýtir hvert tækifæri þessa dagana til útiveru og að fræðast um nærumhverfið sitt. Í útiveru dagsins fengu allir nemendur endurskinsmerki frá Björgunarsveitinni Sigurvon, allir ættu því að sjást vel í göngutúrunum okkar. Við fórum yfir hvernig samspil sólar og jarðarinnar hafa áhrif á sólarganginn og að nú styttist í vetrarsólstöður og þá fer dagurinn að lengjast á ný. Framtíðar náttúrufræðingar fræddust um minkinn í fjörunni og væntanlegir eðlisfræðingar fleyttu kerlingar til að kanna stærð og stefnu krafts.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is