Skólastarf 18. nóvember - 1. desember

Kæru foreldrar og forráðamenn. 
 
Næstu tvær vikurnar verður skólastarf nánast óbreytt frá því sem verið hefur undanfarnar vikur, það er skert stundatafla. Stundartöflur skerts skólastarfs halda sér sem og frístund þó munu nemendur á yngsta- og miðstigi nú fara í matsal og borða og grímuskylda þeirra fellur niður, þá mega þau einnig vera í breytilegum hópum svo lengi sem þeir verði undir fjöldaviðmiðum. Hvað varðar skólaíþróttir þá eru dagleg útivera með kennurum að koma í stað þeirra þessar tvær vikur eins og verið hefur. Vonir standa til að við tökum upp hefðbundnar stundatöflur að þessum tveimur vikum liðnum. Þá mun desember einnig bera þess merki að takmarkanir eru á skólastarfi þar sem jólaskemmtun verður rafræn og nemendur verða stigskiptir þegar kemur að uppbroti. 
 
Við höldum áfram að vinna þetta saman. 
 
Með okkar bestu kveðjum, 
 
Hólmfríður, Bylgja, Fríða og Margrét