í dag
Tíundi var Gluggagægir,
grályndur mann,
sem laumaðist á skjáinn
og leit inn um hann.
Ef eitthvað var þar inni
álitlegt að sjá,
hann oftast nær seinna
í það reyndi að ná.
22. des
Ellefti var Gáttaþefur
-aldrei fékk sá kvef,
og hafði þó svo hlálegt
og heljarstórt nef.
Hann ilm af laufabrauði
upp á heiðar fann,
og léttur, eins og reykur,
á lyktina rann.
23. des
Ketkrókur, sá tólfti,
kunni á ýmsu lag.-
Hann þrammaði í sveitina
á Þorláksmessudag.
Hann krækti sér í tutlu,
þegar kostur var á.
En stundum reyndist stuttur
stauturinn hans þá.
23. des
Jólaleyfi nemenda hefst mánudaginn 23. desember. Skólinn hefst aftur að loknu jólaleyfi föstudaginn 3. janúar 2025, samkvæmt stundaskrá.
24. des
Þrettándi var Kertasníkir,
-þá var tíðin köld,
ef ekki kom hann síðastur
á aðfangadagskvöld.
Hann elti litlu börnin,
sem brostu glöð og fín,
og trítluðu um bæinn
með tólgarkertin sín.
24. jan
Bóndadagur - upphaf Þorra
17.-18. febrúar
Mánudaginn 17. febrúar og þriðjudaginn 18. febrúar er vetrarfrí í Sandgerðisskóla. Kennsla hefst að nýju miðvikudaginn 19. febrúar samkvæmt stundaskrá.
23. feb
Konudagur - upphaf Góu
5. mar
Miðvikudaginn 5. mars er Öskudagur, þá er nemendum að sjálfsögðu velkomið að mæta í búningum.
Íþrótta- og sundtímar falla niður.
Skóladegi nemenda lýkur með hádegisverði um kl.11:30.
Skólasel og Skýið opnar að loknum skóladegi.
18. mar
Dagskrá nánar auglýst síðar