Lýðveldisdagurinn

Íslenski þjóðhátíðardagurinn er haldinn hátíðlegur 17. júní ár hvert en það var fæðingardagur Jóns SigurðssonarFæðingardags hans var fyrst minnst með opinberum samkomum árið 1907 en fyrst var haldinn almennur þjóðminningardagur á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní 1911. Þá var Háskóli Íslands settur í fyrsta sinn. Eftir það héldu íþróttasamtök upp á daginn. Árið 1944 var 17. júní valinn stofndagur lýðveldisins. Síðan hefur hann verið opinber þjóðhátíðardagur og almennur frídagur.

Þjóðhátíðarsöngvarnir „Hver á sér fegra föðurland“ og „Land míns föður“ eru gjarnan sungnir þegar ættjarðarinnar er minnst. Textarnir fjalla á hátíðlegan hátt um ættjörðina.