- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Nemendur 10. bekkjar fóru á Skólaþing í febrúar sl. Auk þess að heimsækja framhaldsskóla og RÚV. Nemendur voru alveg hreint frábærir á Skólaþingi, tóku störf sín þar af alvöru og ábyrgð, tóku ákveðna afstöðu í málum og dugleg að láta skoðanir sínar í ljós. Þegar átti að mæta í þingsal og leggja fram mál til umræðu og svo til afgreiðslu þá áttu þau erfitt með að hætta, voru eins og alvöru þingmenn sem beita málþófi, voru sko ekki á því að sleppa tökum á sinni skoðun þó meirihluti væri á annarri skoðun. Ég er búin að fara í mörg ár með 10. bekk í svona leiðangur og get fullyrt að enginn annar bekkur hefur tekið svona virkan þátt í þingstörfum. Takk kærlega fyrir samveruna 10. bekkur og munið að standa fast á ykkar en þó að vera tilbúin að hlusta á rök annarra.
Ragnhildur L. Guðmundsdóttir.
Náms- og starfsráðgjafi
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is