Skýið

Velkomin í Skýið

Skýið

Skýið er eftirskólaúrræði fyrir nemendur með sérþarfir í 5. – 10. bekk Sandgerðisskóla, Gerðaskóla og Stóru-Vogaskóla. Starfsemin er til húsa í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Skýjaborgar. Skýið er opið frá kl. 13:15 til kl. 16:15. Starfsemin hefst í ágúst á sama tíma og kennsla og lýkur daginn fyrir skólaslit. Lokað er á starfdögum. Meginmarkmið starfseminnar er eftirfarandi:

  • Að skapa nemendum öruggt umhverfi eftir að skóladegi lýkur 
  • Að veita nemendum hlýlega umönnun í heimilislegu umhverfi 
  • Að skapa aðstöðu til leikja, jafnt skipulagðra sem frjálsra leikja 
  • Að bjóða upp á viðfangsefni sem virkja sköpunarþörfina 
  • Að veita eðlilega útrás fyrir hreyfiþörf og útiveru

Leggja ber áherslu á að búa nemendum öruggt umhverfi. Starfsmenn skrá mætingu og heimför nemenda. Mikilvægt er að foreldrar virði vistunartíma barna sinna og hafa samband ef um veikindi eða leyfi er að ræða.

Áherslan er heimilislegt og hlýlegt umhverfi. Þegar kennsludegi lýkur í skólanum er nauðsynlegt að nemendur geti notið þess að vera í skipulögðu jafnt sem frjálsu umhverfi þó innan þeirra marka sem Skýið býður upp á. Nemendur hafa greiðan aðgang að ýmsum tækjum og tólum til listsköpunar s.s. spilum, perlum, pappír, litum o.fl..

Skýið leggur einnig áherslu á að kenna nemendum góða umgengni og frágang. Leiksvæðið utan dyra er mikilvægt og eiga nemendur kost á því að vera í fjölbreyttum leikjum. Nálægðin við náttúruna er mikilvæg og því er grenndarkennsla, gönguferðir og náttúruskoðun fýsilegur kostur.

  • Miðdegishressing er um kl. 14:30. Nemendur fá hressingu frá Skólamat.

Gott foreldrasamstarf er nauðsynlegt í skóladagvist eins og öllu skólastarfi. Innritun fer fram að vori en nánari skráning um óskir foreldra er gerð í skólabyrjun.

Rafræn innritun

Umsjónarmaður Skýsins er Heiða Rafnsdóttir, smellið hér til að hafa samband.

Símanúmer í Skýinu er 831-5599.