Lestrarátak - Tröllaþema

Lestrarátakinu lauk 5. febrúar og var lokahátíð haldið á öskudaginn.  Á lokahátíðinni fengu þeir nemendur sem náðu mestum framförum í átakinu  viðurkenningar fyrir sína frammistöðu.  Einnig fengu nemendur sem voru einstalega duglegir og áhugasamir við lestur viðurkenningar.   Í átakinu var mikið lesið og  lásu nemendur skólans samtals í  76,4 daga og voru langflestir að bæta sig.  Til að efla lestur á unglingastiginu var keppni á milli bekkja um hvaða bekkur gæti lesið mest í átakinu.   8. ÖÆH sigraði þá keppni en að meðaltali las hver nemandi í 8. bekk í 460 mínútur í átakinu – vel gert hjá þeim.   En af öllum bekkjum skólans var það 5. VG sem las mest en nemendur í 5. bekk voru að les í 750 mínútur hver að meðaltali.  Nemendur í 7.FS bættu sig mest í átakinu en meðalbæting í 7.FS voru 23 atkvæði. Eftir afhendingu viðurkenning var húllumhæ með dönsum og leikjum sem þeir DJ Hlynur og Bói stjórnuðu. Hér er hægt að skoða glærukynningu varðandi árangur og framfarir nemenda.