- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Lestrarátakinu lauk 5. febrúar og var lokahátíð haldið á öskudaginn. Á lokahátíðinni fengu þeir nemendur sem náðu mestum framförum í átakinu viðurkenningar fyrir sína frammistöðu. Einnig fengu nemendur sem voru einstalega duglegir og áhugasamir við lestur viðurkenningar. Í átakinu var mikið lesið og lásu nemendur skólans samtals í 76,4 daga og voru langflestir að bæta sig. Til að efla lestur á unglingastiginu var keppni á milli bekkja um hvaða bekkur gæti lesið mest í átakinu. 8. ÖÆH sigraði þá keppni en að meðaltali las hver nemandi í 8. bekk í 460 mínútur í átakinu – vel gert hjá þeim. En af öllum bekkjum skólans var það 5. VG sem las mest en nemendur í 5. bekk voru að les í 750 mínútur hver að meðaltali. Nemendur í 7.FS bættu sig mest í átakinu en meðalbæting í 7.FS voru 23 atkvæði. Eftir afhendingu viðurkenning var húllumhæ með dönsum og leikjum sem þeir DJ Hlynur og Bói stjórnuðu. Hér er hægt að skoða glærukynningu varðandi árangur og framfarir nemenda.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is