Forvarnardagurinn

Forvarnardagurinn var haldinn föstudaginn 19. október í 9. bekk. Þetta var í 19. skipti sem dagurinn er haldinn um allt land og tóku nemendur 9. bekkjar í  Sandgerðisskóla að sjálfsögðu fullan þátt í deginum. Stjórnendur og umsjónarkennarar héldu utan um dagskrá dagsins en að auki kom Kristján Freyr Geirsson frá lögreglunni(Krissi lögga) og Elín Björg Gissurardóttir forstöðumaður Skýjaborgar.

Nemendur ræddu um mikilvægi samverustunda með fjölskyldu, að stunda íþrótta- og tómstundastarf og um mikilvægi þess að halda sig frá áfengi og öðrum vímuefnum. Í meðfylgjandi myndböndum ræða þekktir einstaklingar um mikilvægi þátttöku í æskulýðs- og íþróttastarfi og  mikilvægi samverustunda fjölskyldunnar. Smellið hér til að horfa á myndbandið.

Með fréttinni fylgja svör nemenda sem áhugavert er fyrir foreldra að lesa yfir. Hægt er að hlaða því niður sem PDF skjali og einnig er hægt að smella á forsíðumynd til að lesa það í flettiriti.

Forvarnardagurinn_2024

Forvarnardagurinn Forvarnardagurinn

Forvarnardagurinn Forvarnardagurinn