- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Nemendur 9. bekkjar fóru í sína árlegu vorferð þann 23.- 26. maí sl.
Fyrsti áfangastaður var Hveragerði þar sem nemendur fóru í alls konar leiki og hópefli, aparóluna, pizzuveislu á Ölverki, á hestbak og í litbolta. Gist var á Hjarðarbóli. Dagurinn heppnaðist vel og skemmtu nemendur sér konunglega. Næsta dag var haldið til Vestmannaeyja. Þar var farið í sund, ribsafari, rútuferð um eyjuna, hjólaferð á E-trike hjólum og göngu yfir hraunið sem endaði á safninu Eldheimum.
Ferðin gekk eins og í sögu þrátt fyrir smá rigningu á degi tvö.
Nemendur 9. bekkjar vilja þakka þeim sem styrktu þá fyrir ferðina kærlega fyrir stuðninginn.
Kveðja árgangur 2007 Sandgerðisskóla.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is