- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Vinaliðaverkefnið fer vel af stað hjá okkur í grunnskólanum. Vinaliðarnir stóðu sig frábærlega og skemmtu krakkarnir sér allir vel í frímínútum.
Vinaliðaverkefnið er fyrst og fremst forvarnarverkefni sem hefur það yfirmarkmiði að nemendur hlakki til þess að koma í skólann sinn á hverjum degi. Ákveðinn fjöldi nemenda er valinn til þess að verða vinaliðar og munum við í fyrstu virkja nemendur í 5.- 7. bekk til þátttöku í verkefninu. Hlutverk vinaliða gengur út á það að skipuleggja leiki í frímínútum og drífa alla krakka með í leikina. Einnig er það hlutverk vinaliðanna að passa upp á yngstu nemendurna, að þeim líði vel í frímínútum og vera duglegir við að virkja nemendur sem eru einir. Vinaliðar eiga að hafa augun opin gagnvart óæskilegri framkomu eða hegðun nemenda og ber þeim að tilkynna um slíkt til skólaliða eða kennara.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is