Vilt þú starfa í frábærum grunnskóla?

Grunnskólinn í Sandgerði óskar eftir að ráða áhugasama grunnskólakennara til starfa næsta skólaár, 2016-2017. Grunnkólinn er Heilsueflandi grunnskóli og vinnur eftir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar. Alls eru  225 nemendur í 1.-10. bekk í Sandgerði. Sjá nánar um skólann á www.sandgerdisskoli.is. Mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu af kennslu og starfi með börnum. Leiðarljós skólans eru vöxtur, virðing, vilji og vinátta og endurspeglast þau í daglegu starfi skólans. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að setja sig inn í starfshætti skólans og geta hafið störf frá og með 15. ágúst.   Grunnskólakennara vantar í eftirfarandi störf: Umsjónarkennslu á yngsta stig Umsjónarkennslu á miðsstig Stærðfræðikennslu á unglingastig Upplýsinga- og tæknimennt Nýbúakennslu Íslenskukennslu á unglingastig List- og verkgreinakennslu Sérkennslu (sérkennara)   Umsóknarfrestur er til og með 2. maí 2016 Nánari upplýsingar veitir: Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, skólastjóri fanney@sandgerdisskoli.is  og Elín Yngvadóttir, aðstoðarskólastjóri eliny@sandgerdisskoli.is