- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Grunnskólinn í Sandgerði hlaut styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Styrkurinn felst í þjálfun á kennurum á vegum Skema að verðmæti 442.000 kr. Auk þess sem skólinn fær afhentar 10 tölvur frá sjóðnum. Í dag munu nemendur, kennarar og stjórnendur taka á móti styrknum í gegnum fjarfundabúnað. Sjóðurinn Forritarar framtíðarinnar er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins. Um er að ræða samstarfsverkefni Skema, RB og aðila atvinnulífsins. Nánar um verkefnið á heimasíðu þess hér.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is