Við duttum í lukkupottinn

Grunnskólinn í Sandgerði hlaut styrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Styrkurinn felst í þjálfun á kennurum á vegum Skema að verðmæti 442.000 kr. Auk þess sem skólinn fær afhentar 10 tölvur frá sjóðnum. Í dag munu nemendur, kennarar og stjórnendur taka á móti styrknum í gegnum fjarfundabúnað. Sjóðurinn „Forritarar framtíðarinnar” er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins. Um er að ræða samstarfsverkefni Skema, RB og aðila atvinnulífsins. Nánar um verkefnið á heimasíðu þess hér.