Valið komið á fullt

Valið er komið á fullt í grunnskólanum. Valið er fyrir 9. og 10. bekk þar sem nemendur geta valið mismunandi fög sem eru oft tilbreyting frá hinnum hefðbundnu fögum.  Fjölmiðlavalið er eitt af þeim en hópurinn mun sjá um útgáfu skólablaðsins og einnig sjá um fréttir á heimasíðu skólans. Hlynur Þór mun kenna áfangann.




Annar áfangi sem boðið er upp á er borðtennis og skák. Þar mun nemendahópurinn koma saman og spila borðtennis og tefla. Guðmundur Ingi mun kenna þann áfanga í vetur.




Enn einn áfangi sem er í boði er heimilisfræði þar sem nemendur læra að sjá um sig og framreiða einfaldar máltíðir. Hildur Sigfúsdóttir mun vera með þann áfanga í vetur. 



Fleiri valáfangar verða kynntir í næstu viku.