Útikennsla

Árgangur 2014
Árgangur 2014

Á vormánuðum hafa nemendur í 5. bekk verið að læra um sjálfbærni og umhverfisvernd í samþættu námi í náttúrufræði og samfélagsgreinum. Hluti af náminu var útikennsla og gengu nemendur m.a. niður í fjöru og í nágrenni skólans þar sem þeir tíndu upp rusl og ræddu um mikilvægi þess að vernda náttúruna.

Allir nemendur tóku virkan þátt í verkefninu og stóðu sig með prýði.

Frábær dagur þar sem náttúruvernd og samfélagsleg ábyrgð fóru hönd í hönd og um leið frábær leið til að læra utan veggja kennslustofunnar. Myndirnar tala sínu máli.