Tóbaksvarnafræðsla í 5. til 10. bekk

Síðustu 2 vikur hefur náms- og starfsráðgjafi farið með fræðslu um skaðsemi tóbaks inn í alla bekki frá 5. bekk til 10. bekkjar. Rætt hefur verið um hætturnar sem stafa af notkun reyktóbaks svo og reyklauss tóbaks eins og neftóbaks -/ munntóbaks (Bagg), innihaldsefna og áhrifa þeirra á hin ýmsu líffæri. Fórum aðeins yfir markaðssetningu tóbaks í bíómyndum og í auglýsingum, auk þess sem viðhorf tóbaksframleiðendanna sjálfra voru kynnt en þeir nota ALDREI tóbak, vita sjálfir hversu hættulegt það er. Oftar en ekki er um sömu fyrirlestrana að ræða en að þessu sinni skoðuðum við einnig (mismikið eftir árgöngum) netsíðu frá finnska landlæknisembættinu en tengill inn á hana er http://tobaccobody.fi/. Mæli með því að forráðamenn skoði síðuna og ræði áfram við börnin um hættur þess að nota tóbak.

Með kveðju !

Ragnhildur L. Guðmundsdóttir

Náms – og starfsráðgjafi  

 

?xml:namespace>