Þjálfun í endurlífgun

Í dag fengu nemendur í 6., 8. og 10. bekk í Sandgerðisskóla kennslu og þjálfun í endurlífgun frá Þórnýju skólahjúkrunarfræðingi HSS. Stuðst er við H-in þrjú; HORFA – HRINGJA – HNOÐA. Í verklegu kennslunni er notuð endurlífgunardúkka til að æfa sig á.

Árið 2018 ákvað Þróunarmiðstöð heilsugæslu á landsvísu að innleiða sambærilegt verklag hérlendis undir íslenska heitinu Börnin Bjarga. Haustið 2019 var þessu verkefni hleypt af stokkunum hér á landi og kennsla í endurlífgun er því orðin hluti af skyldufræðslu skólahjúkrunarfræðinga um allt land. Allir nemendur í 6., 8. og 10. bekk munu árlega fá þjálfun og kennslu í endurlífgun,með áherslu á hjartahnoð.  

Þetta er vissulega stórt skref og metnaðarfullt verkefni, en tilhugsunin um að einhvern tíma verði allir Íslendingar, 11 ára og eldri, búnir að fá kennslu í endurlífgun er býsna góð – og rúmlega það.

Endurlífgun Endurlífgun

Endurlífgun Endurlífgun  

Smellið hér til að sjá fleiri myndir úr kennslustundinni.