Tengslatré

Nemendur í 4. bekk eru um þessar mundir að vinna með bókina Bróðir minn ljónshjarta í byrjendalæsi. Nemendur gerðu tengslatré um persónur sögunnar til þess að fræðast meira um þær og tengsl þeirra í sögunni. Nemendur unnu ýmist einir eða í hópum og allir stóðu sig mjög vel. Verkefnið varð mun stærra og flottara en áætlað var vegna hugmynda frá þeim. Skemmtilegt er líka að fylgjast með tengslatrénu stækka en eftir því sem við lesum meira í  bókinni bætast fleiri persónur við í tengslatréð.