- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Nemendur 5. bekkjar í Sandgerðisskóla hafa undafarnar vikur unnið að þemaverkefni í tengslum við þjóðsögur og sagnir frá Garði og Sandgerði í tengslum við Hrekkjavöku.
Nemendur völdu fimm drauga- og skrímslasögur úr bók Hildar Harðardóttur ,,Sagnir úr Garði og Sandgerði“ og er hægt að sjá afrakstur nemenda á Byggðasafninu í tengslum við Hrekkjavökuhátíð Suðurnesjabæjar. Nemendur unnu í hópum að því að útfæra sögurnar á sinn hátt og fengu til þess allskyns endurvinnanleg efni sem fundust á heimilum kennara og nemenda.
Hildur Harðardóttir heimsótti nemendur á Byggðasafnið þegar þau voru að setja upp sýninguna og svaraði spurningum þeirra um þjóðsögurnar úr sveitarfélaginu og fengu allir nemendur áritað eintak af bók hennar til eignar.
Við hvetjum alla til að kíkja á Byggðasafnið við Garðskaga um helgina og sjá glæsilega sýningu nemenda, opnunartími er frá 12:00 – 20:00 alla helgina.
Smellið hér til að sjá fleiri myndir af verkefnum nemenda.
Smellið hér til að sjá myndband af uppsetningu og af höfundi bókarinnar.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is