Sundmót Lions

Sundmót Lions fór fram 14. maí sl.  Nemendur í 2.- 10. bekk kepptu í 50 m bringusundi og keppti unglingastig líka í skriðsundi. Sá sem kemst næst Íslandsmeti í sínum aldursflokki hlýtur veglegan bikar að launum, Lionsbikarinn. Stefanía Ósk Halldórsdóttir úr 7. bekk hreppti bikarinn að þessu sinni. Við óskum henni innilega til hamingju. Þá var keppt í bolaboðsundi, frjálsri aðferð, á unglingastigi og sigruðu nemendur kennara í boðsundinu og reipitoginu.kk Hörð keppni var um bestu þátttöku bekkjar í mótinu en veittur er bikar á yngsta-, mið- og unglingastigi. 4. AEJ, 5. VÓ og 8. ÖÆH stóðu uppi sem sigurvegarar í þeirri keppni. Við þökkum Lions mönnum fyrir góðvildina.