Stórskemmtileg yfirnáttúruleg þemavika í Grunnskólanum í Sandgerði

Í lok febrúar eru þemadagar í skólanum. Í ár var þemað yfirnáttúrulegir hlutir eins og galdrar, draugar og geimverur. Nemendum frá skólahópi leikskólans og upp í 10. bekk var skipt niður í hópa sem fóru saman á samtals sex stöðvar. Verkefnin eru mjög fjölbreytt og hafa nemendur skemmt sér afar vel og verið sérstaklega duglegir.