- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina fór fram í skólanum, föstudaginn 6. mars. Nemendur í 7. bekk hafa verið við æfingar í haust og var þetta lokapunktur keppninnar innan skólans. Allir nemendur hafa lagt mikinn metnað í æfingar fyrir keppnina og var keppnin því virkilega hörð í ár.
Þrír fulltrúar skólans munu nú hefja þjálfun fyrir keppni sem fram fer í Grindavík 19. mars nk. Þar mætast fjórir skólar: Sandgerðisskóli, Gerðaskóli, Grunnskólinn í Grindavík og Stóru-Vogaskóli.
Það voru þeir Yngvar Adam Gústafsson, Gunnar Freyr Ólafsson og Sigurbjörn Bergmann Ómarsson sem valdir voru til að keppa fyrir hönd Sandgerðisskóla þetta árið og óskum við þeim til hamingju með árangurinn.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is