Nemendur 10. bekkjar í starfskynningu

Árgangur 2009
Árgangur 2009

Vikuna 4. til 8. nóv. fóru nemendur 10. bekkjar í starfskynningar á vettvangi. Verkefni þeirra í framhaldinu er svo að búa til kynningu á því fyrirtæki sem var heimsótt og kynna það starf fyrir samnemendum og forráðamönnum.

Vel var tekið á móti þeim og viljum við þakka fyrirtækjum og stofnunum fyrir móttökurnar, mikilvægt að eiga velviljaða aðila á vinnumarkaði til þess að hjálpa okkur að kveikja áhuga nemenda á vinnumarkaði og störfum sem þar er að finna, hjálpar þeim að undirbúa sig fyrir framtíðina.

Þökkum eftirtöldum aðilum fyrir frábærar móttökur;

  • Lögreglan á Suðurnesjum
  • Brunavarnir Suðurnesja.
  • ISAVIA
  • Algalíf
  • BlueCar rental
  • Tannlæknastofan Hafnargötu 91 Reykjanesbæ
  • ESTILO hárgreiðslustofa
  • AMP Rafverkstæði Garði
  • HSS hjúkrunardeild
  • Skólamatur
  • JeES Arkitektastofa Reykjanesbær
  • Útskála og Hvalsnessókn (Sandgerðiskirkja)
  • Frumleikhúsið Reykjanesbær

Fh. 10. bekkjar

Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi