Starfsheimsóknir

Nemendur 9. bekkjar fóru í vinnustaðaheimsóknir vikuna 24. – 28. mars 2014 frá kl: 9.00 til 12.00, kynntu sér hin ýmsu störf og fengu upplýsingar um menntunarkröfur, hæfniskröfur, laun oþh. Nemendur eiga svo að búa til kynningu og á foreldrakvöldi í apríl munu þau kynna fyrir samnemendum og foreldrum starfið sem þau kynntu sér. Þessar starfskynningar eru samstarfsverkefni námsráðgjafa og umsjónarkennara bekkjanna en þeir meta þetta verkefni í lífsleikni.

 

Það er ekki sjálfgefið að það sé hægt að fara í svona vinnustaðaheimsóknir, mikið pússluspil og frábærir tengiliðir á vinnumarkaði sem gera þetta fært. Við viljum þakka öllum þeim sem komu að þessu verkefni, og gerðu það að veruleika, kærlega fyrir, án ykkar er þetta ekki hægt.

 

Eftirtalin fyrirtæki eða stofnanir fá þakkir og kveðju frá 9. bekk skólans;

 

Bláa Lónið

Brunavarnir Suðurnesja

Flugakademia Keilis

Leikskólinn Hjalli

Lögreglan í Keflavík

Omnis

Rétt Sprautun

Sigurjónsbakarí

Valgeirsbakarí

Varðan

Vitinn Sandgerði

 

Nemendur stóðu sig með prýði í vinnustaðaheimsóknunum, námsráðgjafi og kennarar stoltir af þessum frábæru krökkum.

 

Ragnhildur L. Guðmundsdóttir

Náms- og starfsráðgjafi