Starfsgreinakynning

Nú fer að líða að starfsgreinakynningunni sem námsráðgjafar á Suðurnesjum hafa verið að undirbúa ásamt verkefnisstjórum frá fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar. Þessi stóra starfakynning verður mánudaginn 3. febrúar nk.  og hefur Grunnskólinn í Sandgerði fengið úthlutaðan tíma klukkan 10 til 11. Nemendur fara með rútu ásamt umsjónarkennurum sínum.

Þar sem þetta eru mörg störf þá er gott ef nemendur eru búin að skoða þau áður og velta fyrir sér hvaða störf vekja helst áhuga, nemendur hafa fengið þennan starfalista.


Þessi starfsgreinakynning er ætluð 9. og 10. bekk fram að hádegi en eftir klukkan 12 - 14, þá er gert ráð fyrir að framhaldsskólanemendur, atvinnuleitendur, MSS nemendur, 7. og 8. bekkur með forráðamönnum ofl. geti komið og kynnt sér þessar starfsgreinar.

Kynningin fer fram í íþróttahúsinu við Sunnubraut næsta mánudag.

Með kveðju !

Ragnhildur L Guðmundsdóttir

Náms- og starfsráðgjafi í Grunnskólanum í Sandgerði.