Stærðfræðikeppni grunnskólanna.


Fjölbrautaskóli Suðurnesja heldur ár hvert stærðfræðikeppni grunnskólanna. Nemendur í 8. – 10. bekk í öllum skólum af Suðurnesjum fá tækifæri til að taka þátt. Verðlaunaafhending fór fram á sal FS miðvikudaginn 23. apríl. Þrír nemendur úr Grunnskólanum í Sandgerði komust í úrslit og voru meðal verðlaunahafa. Þau eru Kristín Fjóla 8. bekk sem lenti í 6. – 10. sæti, Margrét Guðrún Svavarsdóttir í 10. bekk sem lenti í 6. – 10. sæti og Sebastian Hubert Klukowski 10. bekk sem lenti í 2 sæti. Við óskum þeim innilega til hamingju með glæsilegan árangur.