Staða umsjónarmanns húseignar laus til umsóknar.

Grunnskólinn í Sandgerði auglýsir stöðu umsjónarmanns húseignar lausa til umsóknar. Umsjónarmaður sér um almenna húsaumsjón, þ.e. daglegt viðhald og umsjón fasteigna. Í því felst að fylgjast með ástandi húss og lóðar og lagfæra það sem aflaga fer eða sjá til þess að það sé gert. Þá ber umsjónarmaður fasteigna ábyrgð á lyklakerfi stofnunarinnar eftir því sem við á og öryggismálum í samstarfi við skólastjóra. Hann hefur umsjón og eftirlit með ræstingu og umgengni í og við skólann auk innkaupa á ræstivörum.

Umsjónarmaður fasteigna tekur þátt í uppeldis- og umsjónarstarfi og öðrum þeim störfum sem fram fara innan stofnunarinnar. Megináhersla er lögð á uppbyggilegan aga og ber að stuðla að því að umgengni verði ætíð sem best. Umsjónarmaður er hluti af skólasamfélaginu og kemur að uppeldi og námi nemenda.


Hæfniskröfur:

• Iðnmenntun eða reynsla sem nýtist í starfi æskileg

• Góð almenn tölvu- og tækjakunnátta og gott verkvit

• Skipulögð og fagleg vinnubrögð

• Frumkvæði og drifkraftur

• Snyrtimennska

• Jákvæðni og góð samskiptafærni

• Ánægja af vinnu með börnum 

 

Umsóknarfrestur er til og með 22. júlí 2014.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesjabyggða.

Umsóknir og upplýsingar um menntun og starfsreynslu sendis á netfangið fanney@sandgerdisskoli.is  eða jonben@sandgerdi.is .

Upplýsingar veitir Fanney Dóróthe Halldórsdóttir, skólastjóri fanney@sandgerdisskoli.is  og Jón Benediktsson, byggingafulltrúi jonben@sandgerdi.is