- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Fimm nemendur á miðstigi voru í tilraunavali og fengu skemmtilegt verkefni að sprengja melónu með teygjum. Ekki stóð á hugmyndum af nöfnum fyrir melónuna en hún fékk nafnið Bomba. Í upphafi gekk þetta nú ekki vel og var melónan orðin hlaðin af teygjum og ekkert gerðist. Þessir fróðu nemendur vissu nákvæmlega ástæðu þess að melónan myndi springa. Ástæðan væri út af þrýstingi frá teygjunum, því fleiri teygjur því meiri þrýstingur. Einnig var nemendum bent á að þetta væri tilraun sem stundum ganga upp og stundum ekki. Virkilega áhugasamur hópur hér á ferð og í lokin var ákveðið að aðstoða melónuna með því að láta hana detta í jörðina og þá var markmiðinu náð.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is