Snillingur í 9. bekk.

Svanfríður Árný nemandi í 9. BB var í öðru sæti á Íslandsmeistaramóti  í 25 m laug í opnum flokki  helgina  22. -  24. nóvember. Hún er einnig búin að ná lámarki fyrir Norðurlandamót. Frábær árangur hjá Svanfríði.

 

Okkur finnst alltaf gaman þegar nemendur okkar eru að standa sig vel innan skóla sem utan. Svanfríður hefur fengið sinn sess í Gullinu í skólanum og á heimasíðunni.

 

Gullið er staður þar sem nemendur fá birta mynd af sér vegna afreka sem þeir hafa unnið til jafnt innan skólastarfsins sem utan. Í gullið rata einnig verkefni sem skara fram úr. Gullið er samstarf kennara, foreldra og samfélagsins. Við hvetjum foreldra og aðra til að senda umsjónarkennara barna sinna lýsingu á afreki ásamt mynd. Einnig er hægt að senda á erla@sandgerdisskoli.is

 

Smellið HÉR til að skoða Gullið.



?xml:namespace>


?xml:namespace>