Snillingar í Gullið

Þessir tveir piltar, Daníel í 6. VG og Daníel Arnar í 7. FS,urðu á dögunum Íslandsmeistarar í sínum flokki í Taekwondo. Þeir hafa báðir æft með Taekwondodeild Keflavíkur í nokkur ár og eru íþróttinniog skólanum sínum til mikils sóma.

 

Íslandsmeistaramótið fór fram á Selfossi en þar hampaðideildin sínum sjötta Íslandsmeistaratitli liða. Þess má geta að fleiri nemendur skólans eru í taekwondodeild Keflavíkur og stóð sig einnig vel á Íslandsmeistaramótinu. Gísli Már í 7. FS varð í 2. sæti í sínum flokki og Hilmir Freyr í 7. FS varð einnig í 2. sæti í sínum flokki.

Okkur finnst alltaf gaman þegar nemendur okkar eru að standa sig vel innan skóla sem utan. Þeir hafa fengið sinn sess í Gullinu í skólanum og á heimasíðunni.

 

Gullið er staður þar sem nemendur fá birta mynd af sér vegna afreka sem þeir hafa unnið til jafnt innan skólastarfsins sem utan. Í gullið rata einnig verkefni sem skara fram úr. Gullið er samstarf kennara, foreldra og samfélagsins. Við hvetjum foreldra og aðra til að senda umsjónarkennara barna sinna lýsingu á afreki ásamt mynd. Einnig er hægt að senda á erla@sandgerdisskoli.is

 

Smellið HÉR til að skoða Gullið.