Sleppistæði við Sandgerðisskóla

Sandgerðisskóli vill minna foreldra/forráðmenn á að nota sleppistæði skólans við Suðurgötu þegar þið keyrið börnum ykkar í eða úr skóla. Það eru þrjú skammtímastæði þar ef þarf. Nú í upphafi skólaárs hefur borið á því að þegar nemendum í 1. - 6. bekk er keyrt í eða úr skóla þá keyri foreldrar/forráðamenn inn á skólalóðina fyrir sunnan skólann þ.e. við Sandgerðisveg og af því skapast mikil slysahætta. Við viljum lágmarka slysahættu eins og mögulegt er. Það krefst þess að allir gæti fyllstu varúðar og fari eftir þeim leiðbeiningum sem skólinn gefur út.

Sleppistæði