- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Nemendur á miðstigi og unglingastigi lásu og hlustuðu á Skólaslit 2 alla virka daga í október, mikil spenna ríkti enda sagan hryllilega spennandi. Síðustu vikuna var spurning dagsins á bókasafninu þar sem nemendur mættu og svöruðu. Dregið var úr svörunum og vinningshafar fengu lítinn hrekkjavökuglaðing.
Skólinn var skemmtilega skreyttur í tengslum við söguna og hrekkjavökuna og á hrekkjavökunni sjálfri kom út síðasti kafli sögunnar. Síðastliðinn mánudag voru svo alls konar verur á sveimi í skólanum og nemendaráð skólans bauð upp á draugahús.
Það er ótrúlega gaman að fá tækifæri til að taka þátt í svona skemmtilegri lestrarupplifun og við í skólanum vonum að sjálfsögðu að verkefnið haldi áfram á næsta ári. Þess má geta að bókin Skólaslit sem er byggð á verkefni ársins í fyrra hefur verið í stanslausum lestri frá því hún kom út.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is