Skólaslit 2: DAUÐ VIÐVÖRUN

Skólaslit 2: DAUÐ VIÐVÖRUNÞann 3. október hefst lestrarupplifunin Skólaslit 2: DAUÐ VIÐVÖRUN. Við í Sandgerðisskóla ásamt öðrum skólum á Suðurnesjum og um allt land tókum þátt í fyrra þegar Ævar Þór skrifaði og gaf út einn kafla á dag allan október. Nú er búið að gefa út bókina Skólaslit en hún er búin að vera efst á metsölulistum undanfarnar vikur. Við hér í skólanum erum full tilhlökkunar að taka þátt í þessari upplifun í ár og hvetjum fjölskyldur og heimili að fylgjast með, jafnvel hlusta og lesa heima til að skapa jákvæða upplifun og góðar samverustundir.

Á vefsíðunni https://www.skolaslit.is/ er hægt að sjá skemmtilegt myndband og þar koma inn kaflarnir bæði í textaformi og lesnir af Ævari.

Skólaslit 2: DAUÐ VIÐVÖRUN