Skólasetning

Grunnskólinn í Sandgerði var settur við hátíðlega athöfn mánudaginn 21. ágúst. Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri bauð nemendur og forráðamenn nemenda í 1. bekk sérstaklega velkomna og hvatti  alla viðstadda til dáða. Hún minnti á mikilvægi vináttu og virðingar í samskiptum auk þess sem hún minnti alla á að hafa fulla trú á sjálfum sér og mikilvægi þess að allir fengju tækifæri til að vaxa og dafna á fjölbreyttan og uppbyggilegan hátt. Þegar Hólmfríður hafði lokið máli sínu héldu nemendur ásamt umsjónarkennurum sínum og stuðningsfulltrúum í heimastofur. [caption id="attachment_13328" align="aligncenter" width="300"] Skólasetning2017[/caption]