Skólasetning

Grunnskólinn í Sandgerði var settur fyrir skólaárið 2016-2017 við hátíðlega athöfn, föstudaginn 19. ágúst. Nýr skólastjóri, Hólmfríður Árnadóttir bauð nemendur, forráðamenn, starfsfólk og skólasamfélagið allt velkomið til samstarfs. Hún hvatti viðstadda til að sýna vináttu, nýta sér þrautseigju, gleðjast yfir fjölbreytileikanum og njóta þess að vera til, uppgötva nýja og spennandi hluti og til að ná árangri á fjölbreyttan hátt. Þagar Hólmfríður hafði lokið máli sínu gengu glaðværir nemendur með umsjónarkennurum sínum í sínar heimastofur þar sem farið var stuttlega yfir helstu áhersluatrið vetrarins og nýjir nemendur kynntir. [gallery columns="3"]