Skólasetning

FanneyGrunnskólinn í Sandgerði var settur við hátíðlega athöfn föstudaginn 21. ágúst 2015. Þetta var í sjötugasta og áttunda skipti sem skólinn var settur á þessum stað. Fanney Dóróthe, skólastjóri hvatti nemendur og skólasamfélagið allt til dáða með áherslu á mikilvægi virkrar þátttöku allra í skólasamfélaginu. Hún hvatti til sköpunargleði, samvinnu og árangurs. Hún ræddi meðal annars um Palla sem einn var í heiminum og hve allt varð ómerkilegt og til einskis nýtt þegar hann hafði hvorki neinn til að kenna sér að nýta hlutina og né heldur nokkurn til að njóta lífsins lystisemda með. Þá fengu þeir nemendur sem höfðu verið duglegastir við að nýta sér Bókasafnið í Sandgerði og sumarlesturinn í sumar, viðurkenningu. Að setningu lokinni gengu prúðbúnir nemendur ásamt umsjónarkennurum sínum og forráðamönnum í heimastofur til stuttrar samveru á fyrsta degi.