Skólakór skólaárið 2024-2025

Skólakór Sandgerðisskóla - Söngur - Vinátta - Leikir

Kórastarf skólans er að fara á fullt og viljum við hvetja alla sem elska að syngja í góðum hóp að vera með okkur í vetur. 

Við ætlum að syngja popp lög, söngleikjalög, þjóðlög og fleira úr ýmsum áttum, ásamt því að syngja í míkrafón fyrir þá sem vilja prófa.  Einnig fá kórmeðlimir að hafa áhrif á lagaval og þá finnum við eitthvað skemmtilegt í sameiningu. 

  • Kóræfingar yngri kórs (2.- 4.bekkur) verða á mánudögum kl.13:15.  
  • Kóræfingar eldri kórs (5.bekkur og eldri) verða á miðvikudögum kl.13:55.

Skráning er hafin hjá Ingu ritara eða hjá Sigurbjörgu kórstjóra. Einnig er hægt að skrá sig á facebook-síðu kórsins. (skólakór sandgerðisskóla) nýir meðlimir geta beðið um aðgang.

Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

Hlakka til að sjá ykkur

Með söngkveðju,

Sigurbjörg Hjálmarsdóttir, kórstjóri,  sigurbjorg.h@sandgerdisskoli.is