- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Í gær fóru nemendur, umsjónarkennarar, stuðningsfulltrúar og námsráðgjafi í árlegu Reykjavíkurferð 10. bekkjar en þó án Skólaþings að þessu sinni þar sem Skólaþing er að flytja og tekur ekki á móti hópum fyrr en á næsta skólaári en í staðinn munu nemendur fá Lýðræðislestina sem er farandskólaþing í heimsókn 13. mars nk.
Fyrsti staður sem við heimsóttum var í Borgarholtsskóli þar skoðuðum við aðallega aðstöðu bílgreina og fengum við góða kynningu á starfinu hjá þeim, ásamt kynningu à öðru starfi skólans. Næst lá leiðin í Tækniskólann en skólinn er starfræktur á fjórum stöðum og skoðuðum við heimaskólann, þar fengum nemendur kynningu á námsleiðum, félagsstarfi og aðstæðum skólans. Kvennaskólinn var þriðji skólinn sem var heimsóttur en hann státar af mjög gömlu húsnæði og er starfræktur í þremur húsum. Vel var tekið á móti hópnum á öllum stöðum og stóðu nemendur sig með stakri prýði og voru skólanum og sjálfum sér til sóma.
Í lok dags heimsóttum við RÚV þar sem við fengum skoða þrjú stúdeó, einnig fengum við kynningu á hinum ýmsu handverkum ólíkra tæknimanna og smiða. Sigrún Hermannsdóttir, viðburða- og þjónustustjóri RÚV fylgdi hópnum og hafði hún á orði að þessi stóri hópur væri einstaklega áhugasamur.
Að loknum frábærum heimsóknum þá enduðum við daginn á að fara út að borða saman. Sjá myndir úr ferðinni hér
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is