Skóladagatal 2025-2026

Skóladagatal fyrir skólaárið 2025-2026 hefur verið samþykkt í fræðsluráði. Hægt er að kynna sér það og prenta út með því að smella á myndina.

Skóladagatal 2025-2026

Samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands skulu skóladagar nemenda vera 180 á tímabilinu 20. ágúst til 10. júní.

Sérstakir undirbúningsdagar kennara á starfstíma skóla eru fimm og skulu ákveðnir af skólastjóra í samráði við kennara með hliðsjón af kjarasamningum.

Undirbúningsdagar kennara utan starfstíma nemenda eru 8.

Fjólubláir dagar: Undirbúningsdagar á skólaárinu. Fjórir dagar áður en skóli hefst, fimm á skólaárinu og fjórir eftir skólaslit. Eftirskólaúrræðin Skólasel og Skýið eru lokuð á fjólubláum dögum.

Gulir dagar: Skertir nemendadagar/uppbrot. Nemendur dvelja skemur í skólanum en venjulegt er.

Bláir dagar: Haustfrí 17. og 20. október, jólafrí 22. desember – 31. desember, vetrarfrí 23. og 24. febrúar, páskafrí 30.mars – 1. apríl. Skólasel og Skýið eru lokuð á bláum dögum.

Appelsínugulur dagur:  Árshátíð hjá 7. – 10. bekk 26. mars

Grænir dagar: eru uppbrotsdagar, sem eru nýttir fyrir óhefðbundið skólastarf en upphaf og lok skóladags er hefðbundið.

Skólaárið er eitt tímabil sem lýkur með vitnisburði á skólaslitum 5. júní.