Skólablaðið, Sandkorn er komið út

Sandkorn, árlega skólablað Sandgerðisskóla, var gefið út í dag.  Allir nemendur í unglingadeild, 7. til 10. bekk, fengu afhent eintak af blaðinu í hendurnar og fer rafræn útgáfa á heimasíðu skólans. Nemendur í 10. bekk sáu um útgáfu blaðsins að þessu sinni en þetta var hluti af íslensku- og samfélagsfræðiverkefnum þeirra.  Þegar dreifingu á blaðinu var lokið héldu þau upp á þennan áfanga með útgáfuveislu í stofunni sinni. 

Við viljum þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem styrktu útgáfu blaðsins kærlega fyrir.

Smellið hér til að lesa blaðið, einnig er hægt að smella á forsíðumynd til að lesa það í flettiriti.

Sandkorn