Skjöldur- eineltisáætlun Grunnskólans í Sandgerði endurútgefin.

Eineltisteymi Grunnskólans í Sandgerði hefur unnið að endurútgáfu á Skyldi- eineltisáætlun skólans og er sú vinna nú fullkláruð. Áætlunin er unnin í samstarfi við allt starfsfólk skólans. Markmið áætlunnar er að að skapa jákvætt og uppbyggjandi umhverfi þar sem öllum líður vel. Eineltisáætlun skólans miðar að því að fyrirbyggja einelti og andfélagslega hegðun og taka á slíkum málum þegar þau koma upp. Skólinn vill hvetja alla til að kynna sér vel áætlunina því að skólinn mun aldrei geta tekið á eineltinu einn og sér. Heimilin og samfélagið allt þarf að leggja sitt af mörkum. Því leitast Grunnskólinn í Sandgerði eftir því að eiga gott samstarf við sitt nánasta umhverfi og alla þá sem samfélagið móta. Einelti á ekki að vera liðið í okkar samfélagi. Áætlun Grunnskólans í Sandgerði er unnin útfrá hugmyndafræðinni Uppeldi til ábyrgðar, uppbygging sjálfsaga. Uppeldi til ábyrgðar (e. Restitution) miðar að því að ýta undir ábyrgðarkennd og sjálfstjórn og þjálfa nemendur  í að ræða um tilfinningar sínar og átta sig á þörfum sínum. Vinnuaðferðunum er einnig ætlað að styðja starfsmenn skólans við að móta sér skýra stefnu varðandi samskipti og agamál. Öðru fremur er um að ræða aðferðir við að kenna sjálfstjórn og sjálfsaga og styrkja einstaklinga í því að læra af mistökum sínum. [embed]https://issuu.com/ingareimarsdottir/docs/eineltis____tlun_grunnsk__lans____s[/embed]