Skertur dagur föstudaginn 27.ágúst

Föstudaginn 27. ágúst er tilbreytingadagur í skólanum vegna „ Litlu bæjarhátíðin í Suðurnesjabæ. ″

  • HATTADAGUR
  • Bleikt og fjólublátt þema.

Nemendur mæta í skólann kl.10:00 og taka þátt í fjölbreyttum leikjum í heimastofu. Um hádegi verður öllum nemendum boðið í pizzuveislu í boði Suðurnesjabæjar. Að loknum hádegisverði halda nemendur heim eða á Skólasel sem opnar fyrr þennan dag.