Skemmtilegur íslensku og stærðfræðitími

Búðarferð
Búðarferð

Nemendur í 3. bekk gerðu innkaupalista um hvað þau vildu bjóða uppá í afmælisveislunni sinni og áætluðu hvað það myndi kosta. Síðan var labbað í Kjörbúðina fundið út rétt verð og skráð á innkaupalistann.

Þegar komið var aftur inn í skólastofuna reiknuðu þau mismuninn á því sem þau áætluðu og raunverð varanna.  Þau voru mjög áhugasöm  yfir þessu og kom þeim mjög á óvart hve mismunurinn var mikill hjá sumum.