Skemmtilegt verkefni tengt Herra og Ungfrú bókunum.

Á dögunum vann 3. bekkur skemmtilegt verkefni tengt Herra og Ungfrú bókunum. Börnin lásu bækur og skoðuðu uppbyggingu og einkenni bókanna. Þau gerðu grunn að sinni eigin Herra / Ungfrú bók og skrifuðu svo sína sögu sem var að lokum sett saman í bók. Eins og alvöru rithöfundar lásu þau sínar bækur fyrir hvort annað og munu bækurnar verða á sýningu á bókasafninu í smá tíma. Hér má sjá nokkrar myndir frá þessum flottu nemendum.