- Fréttir
- Skólastarfið
- Nemendur og Foreldrar
- Myndir
- Starfsfólk
- Um Skólann
Friðrik í fjöltefli á skákdaginn 2013
Skákdagurinn 2014 ber upp á sunnudaginn 26. janúar, afmælisdag Friðriks Ólafssonar fyrsta stórmeistara Íslandinga, og er haldinn honum til heiðurs. Friðrik fagnar nú 79ára afmæli og biður fyrir kveðju til landsmanna, en hann er staddur í Berlín.
Skádagurinn 2012 á Raufarhöfn
Margir skákviðburðir fara fram á Skákdaginn, Íslandsmót stúlkna haldið og teflt verður á Skákþingi Reykjavíkur. Einnig verður sundlaugarskáksett vígt í mörgum sundlaugum.
Teflt í pottinum í Grímsey
Viðtökur grunnskóla landsins síðustu tvö árin sem Skákdagurinn hefur verið haldinn er mikið gleðiefni. Margir skólar hafa skipulagt sérstaka skákviðburði í aðdraganda Skákdagsins. Má nefna fjöltefli og keppni milli starfsmanna skólans og nemenda. Enn fleiri skólar hafa hvatt nemendur sínum til að taka upp skákborðin og haft frjálsa taflmennsku þeirra á milli sem hefur gefist vel.
Útitafl á Patró
Hvora leiðina sem skólar velja væri afar gaman að fá sendar myndir af skákvirkni vikunnar. Meðfylgjandi má finna skemmtilegar myndar af Skákdeginum 2012 og 2013.
Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna.
Með kærri skákkveðju,
Stefán Steingrímur Bergsson,
framkvæmdastjóri Skákakademíu Reykjavíkur, S: 863-7562.
Skólastræti | 245 Suðurnesjabæ Sími á skrifstofu: 425 3100 Netfang: grunnskoli@sandgerdisskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 425 3100 / grunnskoli@sandgerdisskoli.is