Samstarf milli grunn- og leikskóla í Sandgerði er gott

Gott samstarfs hefur verið á milli skólastiganna í Sandgerði. Markmið samstarfsins er meðal annars að  stuðla að vellíðan barna við flutning milli skólastiga og gera börnin örugg fyrir áframhaldandi skólagöngu. Mikilvægt er að byggja kennslu á fyrri reynslu barnanna þannig að samfella skapist í námi nemenda. Gott er að börnin upplifi grunnskólann sem eðlilegt framhald leikskólans og tengsl barnanna við fyrrum félaga sína frá leikskólanum haldist traust og góð. Það er von starfsfólks skólanna að með þessu samstarfi eflist skólastarfið á báðum skólastigunum og grunnur nemenda fyrir frekara lestrarnám styrkist enn frekar en ella og stuðli m.a. að auknum málþroska þeirra. Hægt er að nálgast skipulag fyrir skólaárið 2016-2017 -  plan-2016_2017