Samræmd próf

Nemendur 9. og 10. bekkja þreyta samræmd próf dagana 7. – 10. mars. (sjá nánar tímasetningar á töflu hér fyrir neðan.) Hópur 1 á að mæta kl. 08:15 í tölvustofu, prófið hefst stundvíslega kl. 08:30. Nemendur sem eiga rétt á stuðningsúrræði mæta í prófin kl. 11:15 hópur 2 og ef þeir eru í mat hjá skólamat þá mega þeir mæta í mat kl. 11:05. Nemendur mega koma með holt og gott nesti í prófin. Einnig er gott að vera með vatnsbrúsa.

Vikudagur Dagsetning Bekkur Prófhluti Tími Kl.
Þriðjudagur 7. mars 2017 9. bekkur Fyrri hluti: ísl/ens Hópur 1   08:30 Hópur 2   11:30
Miðvikudagur 8. mars 2017 10. bekkur Fyrri hluti: ísl/ens Hópur 1   08:30 Hópur 2   11:30
Fimmtudagur 9. mars 2017 9. bekkur Seinni hluti: stæ/ens Hópur 1   08:30 Hópur 2   11:30
Föstudagur 10. mars 2017 10. bekkur Seinni hluti: stæ/ens Hópur 1   08:30 Hópur 2   11:30
  Prófatriði í íslensku verða í fyrri hluta prófsins, stærðfræði í þeim síðari og prófatriði í ensku skiptast á prófhlutana. Innihald prófanna miðast við matsviðmið aðalnámskrár grunnskóla fyrir unglingastig en ólíkar áherslur verða fyrir nemendur í 9. og 10. bekk þótt efnislega verði prófin sambærileg milli árganga