Rithöfundarnir Arndís og Bergrún lásu fyrir nemendur í 1. - 4. bekk

Rithöfundarnir Arndís Þórarinsdóttir og Bergrún Íris Sævarsdóttir lásu úr bókum sínum og fóru yfir með nemendum hvernig ferlið er að skrifa skáldsögu. Nemendur 1. – 4. bekkjar hlustuðu áhugasamir á erindi bókahöfundanna, en 1. bekkur vann úr bókinni “Viltu vera vinur minn” eftir Bergrúnu á bókamessu skólans nú fyrr í haust. Arndís hefur t.d. gefið út bækurnar Gleraugun hans Góa, Sitthvað á sveimi, Nærbuxnaverksmiðjan, Galdraskólinn, Játningar mjólkurfernuskálds og Nærbuxnanjósnararnir. Bergrún hefur t.d. gefið út bækurnar: Viltu vera vinur minn, Afi sterki, Síðasti galdrameistarinn, Daprasta litla stúlka í öllum heiminum, Amma óþekka, Vinur minn vindurinn, Sjáðu mig sumar og fl. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.