Með hækkandi sól og gleði í hjarta langar okkur að minna velunnara okkar á nokkur atriðið varðandi reiðhjólanotkun. Það var Grundarskóli á Akranesi sendi okkur verkefnin. Grundarskóli er móðurskóli umferðarfræðslu á Íslandi og hafa þau verið leiðandi í útgáfu verkefna og annarra námsleiða sem stuðla að betri umferðarmenningu.
Skyldubúnaður reiðhjóla
Hjólreiðamenn verða að sjást vel í umferðinni og einnig sjá vel fram fyrir sig. Ljós áreiðhjólum eru orðin margfalt betri en þau voru áður og rafhlöðurnar eru minni og léttari. Auk ljósa og glitauga, er sjálfsagt að hjólreiðamenn séu með endurskinsmerki.
Skyldubúnaður
reiðhjóla er eftirfarandi:
- Reiðhjólahjálmur
- Bremsur á fram-
og afturhjóli
- Bjalla (ekki má
nota annan hljóðmerkjabúnað)
- Hvítt eða gult
ljós að framan ef hjólað er í myrkri
- Rautt ljós að
aftan ef hjólað er í myrkri
- Þrístrend
glitaugu, rautt að aftan og hvítt að framan
- Keðjuhlíf
- Teinaglit
- Glitaugu á
fótstigum
- Lás
Skyldubúnaður reiðhjóla
Orðarugl um reiðhjól