Pólski sendiherrann Gerard Pokruszynski heimsótti Sandgerðisskóla

Gerard Pokruszynski sendiherra Póllands og eiginkona hans heimsóttu Sandgerðisskóla í dag. Sendiherrann ásamt Magnúsi bæjarstjóra hitti pólska nemendur skólans og starfsfólk. Nemendur sögðu frá því hvaðan í Póllandi þeir væru ættaðir og spjölluðu við sendiherrann. Pólskumælandi nemendur kynntu fyrir gestum starf skólans, tónlistarskólans og starfsemi bókasafnsins en þar er má finna fjölbreyttar pólskar bókmenntir.

Sandgerðisskóli er einn af fáum skólum landsins sem bíður uppá pólskukennslu fyrir nemendur sína, en pólskir nemendur eru um 15% af nemendafjölda skólans.